top of page
Eva Þyri Hilmarsdóttir

Eva Þyri Hilmarsdóttir

Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi fjölmargra íslenskra og erlendra verka á hátíðum innan lands sem utan.
 

Undanfarin ár hefur hún lagt mikla áherslu á flutning ljóðasöngs og kammertónlistar og kom m.a. fram á rúmlega hundrað tónleikum tileinkuðum íslenskum sönglögum í Hörpu, í tónleikaseríunni Pearls of Icelandic Song og var í listrænu teymi tónleikaraðarinnar „Ár íslenska einsöngslagsins“ sem fram fór í Salnum í Kópavogi 2022-2023. Einnig var hún annar stofnenda ljóðatónlistarhátíðarinnar „Ljóðið lifi“ sem fram fór í Hannesarholti vorin 2023 og 2024.

 

Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri m.a. komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi verka, m.a. á hátíðunum Óperudögum, Seiglu, Myrkum Músíkdögum, Sönghátíð í Hafnarborg, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín og Young Composers Symposium í London.
 

Þar að auki hefur hún lagt mikla áherslu á flutning kammertónlistar og ljóðasöngs. Hún tók t.d. þátt í Song Cirlce í Royal Academy of Music, meistaranámskeiðum hjá Barböru Bonney, sir Thomas Allen, Helmut Deutch, Roger Vignoles og Audrey Hyland auk þess að vera virkur þátttakandi og meðleikari í The North Sea Vocal Academy í Danmörku.

 

Á undanförnum árum hefur hún komið fram með mörgum af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og frumflutt verk eftir m.a. Áskel Másson, Atla Heimi Sveinsson, Oliver Kentish, John Speight, Þórunni Grétu Sigurðardóttur, Þórunni Guðmundsdtóttur og Ingibjörgu Azimu, haldið einleikstónleika og tónleika með verkum fyrir tvö píanó í Salnum, yfir hundrað tónleika á vegum CCCR; Pearls of Icelandic Song, í Hörpu, og tónleika með verkum fyrir fiðlu og píanó með Páli Palomares í Salnum.
En Jónas Sen skrifaði m.a. um þá tónleika:

"Leikur Evu Þyriar var stórbrotinn og skapmikill, auk þess sem tæknileg atriði voru á hreinu. Hröð tónahlaup voru bæði skýr og örugg. Túlkun Páls var sömuleiðis kröftug og lifandi og samspilið var nákvæmt. Hvergi var dauður punktur."

​​

Eva Þyri hlaut einnig mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Mannsröddinni eftir Poulenc í febrúar 2017.

Eva Þyri tók þátt í uppsetningu Íslensku óperunnar 2017 á Mannsröddinni eftir Poulenc og í desember 2018 gaf hún, ásamt Erlu Dóru Vogler, út geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar í tilefni 100 ára afmælis hennar, en diskurinn hlaut tilnefningu til tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018.

Á næstu mánuðum kemur út platan „Faldir fjársjóðir“ sem hefur að geyma lög og ljóð eftir íslenskar konur, Bryndís Guðjónsdóttir sópran syngur. Eva Þyri mun einnig endurtaka Mannsröddina eftir Poulenc með Kristínu E. Mantyla á Óperudögum í október, en hún var frumflutt á Seiglu í sumar við gríðargóðar undirtektir. Leikstjóri er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir.

© Eva Þyri Hilmarsdóttir 2025
     evathyri@gmail.com

EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR

P ÍANÓLEIKARI
Headshots: Steinunn photography and music
bottom of page