
Eva Þyri Hilmarsdóttir
Eva Þyri Hilmarsdóttir er einkar fjölhæfur píanóleikari og hefur verið áberandi í tónlistarlífinu undanfarin ár. Hún kemur reglulega fram með mörgum af helstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins og hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 fyrir geisladisk með sönglögum Jórunnar Viðar, ásamt Erlu Dóru Vogler.
Að loknu námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og The Royal Academy of Music í London, þar sem hún vann til verðlauna fyrir lokatónleikana sína, hefur hún verið virk í flutningi kammer- og ljóðatónlistar, verið listrænn stjórnandi tónleikaraða og komið fram á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins. Einnig er listinn orðinn langur af íslenskum sönglögum og öðrum verkum sem hún hefur frumflutt.
Eva Þyri sinnir píanókennslu og meðleik samhliða tónleikahaldi.
Nám
-
Píanónám hjá Þorsteini Gauta Sigurðssyni og Halldóri Haraldssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík
- Píanókennarapróf 2000
- Burtfararpróf 2001
-
Píanónám hjá John Damgård við
Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku
- Diploma 2005
- Einleikarapróf (solistklassen) 2007
-
Píanónám hjá Michael Dussek við
The Royal Academy of Music, London
- MA í meðleik 2010
- Útskrifaðist með hæstu einkunn
- Hlaut heiðursnafnbótina DipRAM
- Hlaut The Christian Carpenter Piano Prize
fyrir framúrskarandi lokatónleika
Meistaranámskeið
-
Audrey Hyland
-
Barbara Bonney
-
Boris Berman
-
Clelia Sarno
-
Eero Heinonen
-
Einar Steen-Nökleberg
-
György Sebök
-
Helmut Deutsch
-
Jeremy Menuhin
-
Luiz de Moura Castro
-
Martin Tirimo
-
Paul Badura-Skoda
-
Roger Vignoles
-
Sir Thomas Allen
-
Sven Birch
-
Vitaly Margulis

Eva Þyri Hilmarsdóttir
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari stundaði nám hjá Þorsteini Gauta Sigurðssyni og Halldóri Haraldssyni og lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún lauk síðar diplóma- og einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Árósum í Danmörku undir handleiðslu John Damgaard.
Þaðan lá leiðin til Lundúna þar sem hún stundaði MA nám í meðleik við
The Royal Academy of Music. Hún útskrifaðist með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpenter Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Aðalkennari hennar þar var Michael Dussek.
Hún hefur tekið þátt í meistanámskeiðum hjá m.a. Geörgy Sebök, Einar Steen-Nökleberg, Martinu Tirimo, Jeremy Menuhin, Sven Birch, Eero Heinonen, Clelia Sarno, Luiz de Moura Castro, Vitaly Margulis, Paul Baura-Skoda and Boris Berman.
Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri m.a. komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi verka, m.a. á hátíðunum Óperudögum, Seiglu, Myrkum Músíkdögum, Sönghátíð í Hafnarborg, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín og Young Composers Symposium í London.
Þar að auki hefur hún lagt mikla áherslu á flutning kammertónlistar og ljóðasöngs. Hún tók t.d. þátt í Song Cirlce í Royal Academy of Music, meistaranámskeiðum hjá Barböru Bonney, sir Thomas Allen, Helmut Deutch, Roger Vignoles og Audrey Hyland auk þess að vera virkur þátttakandi og meðleikari í The North Sea Vocal Academy í Danmörku.
Á undanförnum árum hefur hún komið fram með mörgum af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og frumflutt verk eftir m.a. Áskel Másson, Atla Heimi Sveinsson, Oliver Kentish, John Speight, Þórunni Grétu Sigurðardóttur, Þórunni Guðmundsdtóttur og Ingibjörgu Azimu, haldið einleikstónleika og tónleika með verkum fyrir tvö píanó í Salnum, yfir hundrað tónleika á vegum CCCR; Pearls of Icelandic Song, í Hörpu, og tónleika með verkum fyrir fiðlu og píanó með Páli Palomares í Salnum. En Jónas Sen skrifaði m.a. um þá tónleika:
"Leikur Evu Þyriar var stórbrotinn og skapmikill, auk þess sem tæknileg atriði voru á hreinu. Hröð tónahlaup voru bæði skýr og örugg. Túlkun Páls var sömuleiðis kröftug og lifandi og samspilið var nákvæmt. Hvergi var dauður punktur."
Eva Þyri hlaut einnig mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Mannsröddinni eftir Poulenc í febrúar 2017.
Í lok árs 2018 kom út geisladiskur þar sem Eva Þyri og Erla Dóra Vogler mezzosópran flytja sönglög og þjóðlagaútsetningar Jórunnar Viðar í tilefni 100 ára afmælis Jórunnar. Þær héldu fjölmarga tónleika innan lands sem utan í tengslum við útgáfuna og hlaut diskurinn tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins 2018 í flokknum klassísk og samtímatónlist.
Meðal nýlegra verkefna má nefna flutning og upptökur á „Eyrnakonfekti“ - sönglögum eftir Þórunni Guðmundsdóttur og tónleika með lögum við ljóð Þórarins Eldjárn víða um land, sem og þátttöku í Beethoven-maraþoni píanóleikara á Íslandi, en þar spilaði Eva Þyri píanósónötu nr. 23 í f-moll, op. 57 - "Appassionata" í Salnum í Kópavogi. Síðastliðið vor frumflutti hún, ásamt Ragnheiði Ingunni Jóhannsdóttur, þrjú ný íslensk sönglög sem samin voru sérstaklega fyrir tónleikana „Í draumheimum“ sem héldu í Tíbrárröð Salarins. Lögin eru eftir Jóhann G. Jóhannsson, Maríu Huld Markan og Sigurð Sævarsson.
Eva Þyri var í listrænu teymi tónleikaraðarinnar „Ár íslenska einsöngsöngslagsins“ sem fór fram í Salnum í Kópavogi veturinn 2022-2023 og hún er annar stofnenda ljóðatónlistarhátíðarinnar „Ljóðið lifi“ sem var haldin vorin 2023 og 2024 í Hannesarholti.
Væntanleg á streymisveitur er platan „Faldir fjársjóðir“ sem hún tók upp með Bryndísi Guðjónsdóttur sópran, en þar er að finna óþekkt lög og ljóð eftir íslenskar konur.
Á Óperudögum 2025 kom Eva Þyri fram á ýmsum viðburðum, bar hæst Mannsröddina (La voix humaine) eftir Poulenc sem hún flutti nú með Kristínu E. Mantyla undir leikstjórn Sigríðar Ástu Olgeirsdóttur. Óperan var frumflutt við gríðargóðar undirtektir á Seiglu í ágúst síðastliðnum.
Hún starfar sem meðleikari við Listaháskóla Íslands og píanókennari við Nýja Tónlistarskólann samhliða tónleikahaldi.