top of page
Jónas & Heine
Jónas & Heine

Sun, Aug 17

|

Gljúfrasteinn

Jónas & Heine

Kristín Einarsdóttir Mäntylä, sópran

Time & Location

Aug 17, 2025, 4:00 PM – 5:00 PM

Gljúfrasteinn, 36, 271 Mosfellsdalur, Ísland

About the event

Sunnudaginn 17. ágúst kl. 16 flytja Kristín Einarsdóttir Mäntylä sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Heinrich Heine á Gljúfrasteini.

Má þar m.a. heyra sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Clöru og Robert Schumann, Anton Rubinstein, Grieg og Mendelssohn. Lögin verða flutt við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Heinrich Heine sem og við þýðingar Jónasar á ljóðum Heine. Tónleikarnir verða með fræðsluívafi og munu tónlistarkonurnar fjalla um ljóð Jónasar og áhrif Heine á skáldskap hans.

Kristín og Eva Þyri hafa starfað saman um nokkurra ára bil og haldið fjölda ljóðatónleika saman. Nú í ágúst flytja þær óperuna Mannsröddina („La voix humaine“) eftir Poulenc á tónlistarhátíðinni Seiglu í Hörpu.

Verið hjartanlega velkomin á spennandi ljóðatónleika á Gljúfrasteini næsta sunnudag.

Aðgangseyrir er 3.900 kr. og eru miðar seldir í afgreiðslu Gljúfrasteins á tónleikadegi.

Share this event

© Eva Þyri Hilmarsdóttir 2025
evathyri@gmail.com

EVA THYRI HILMARSDOTTIR

PIANIST
Headshots: Steinunn photography and music
bottom of page